Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. nóvember. 2015 11:37

Vikulega verður valinn einstaklingur í Vetrar-Kærleiknum

Mæðgurnar Svava og Katrín Huld í Blómasetrinu í Borgarnesi hófu nýverið leik, sem þær kalla Vetrar-Kærleik. Með honum vilja þær hvetja samfélagið í Borgarbyggð til að veita jákvæðni aukna athygli. „Við ætlum að gefa einum Borgfirðingi rós, hverja helgi í vetur,“ sagði Katrín Huld í samtali við Skessuhorn. Hún segist hafa fengið hugmyndina síðasta vor en fundist þetta passa betur við á veturna því fólk þurfi þá meira á því að halda að minna sig og alla í nærsamfélaginu á ljósið í tilverunni. „Við ætlum að gera okkar til að minna á það jákvæða og góða í skammdeginu. Þannig ákváðum við að hafa Vetrar-Kærleikinn í gangi í allan vetur, trúlega fram að sumardeginum fyrsta. Það er prýðilegt markmið finnst okkar,“ segir Kata.

 

Leikurinn fer þannig fram að tilnefningar geta farið í gegnum Facebooksíðu Blómasetursins í einkaskilaboðum. „Það er einnig hægt að koma til okkar í Blómasetrið - Kaffi Kyrrð og tilnefna einhvern sem á rós vikunnar skilið. Við opnum klukkan 11 á morgnana í vetur. Símanúmerið okkar er síðan 437-1878 og auðvitað er hægt að hringja í okkur og láta vita um tilnefningar. Við birtum svo á síðunni okkar þá sem fá hina vikulegu rós Vetrar-kærleiksins og ætlum að senda til birtingar í Skessuhorni líka.

Verum góð við hvort annað og sýnum kærleik í verki,“ segir Kata.

 

Rúnar Gíslason er handhafi fyrstu rósarinnar í Vetrar-Kærleiknum í næstsíðustu viku. „Rúnar fær hana fyrir, eins og segir í tilnefningunni; jákvæðni og dugnað. Hann hefur líka látið sér hagsmuni annarra varða og haft dug í sér að kynna sér málefni sveitarfélagsins. Þar er hann mikil fyrirmynd í þátttöku.“

 

Guðrún Daníelsdóttir fékk svo aðra rósina, sem afhent var í gær, fyrir að vera jákvæð, hvetjandi, brosmild og að lífga upp á tilveruna.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is