Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. nóvember. 2015 10:24

Vitinn hlaut menningarverðlaun Akraneskaupstaðar

Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar voru afhent síðastliðið föstudagskvöld við fjölmenna athöfn samhliða opnun ljósmyndasýningar Vitans, félags áhugaljósmyndara á Akranesi. Þetta var í níunda sinn sem verðlaunin voru afhent og eins og jafnan áður var óskað eftir tilnefningum frá íbúum á Akranesi. Verðlaunin eru veitt árlega einstaklingi eða hópi sem þótt hefur skara framúr í menningarlífi á Akranesi og þetta ár komu þau í hlut Vitans, félags áhugaljósmyndara. Ingþór Bergmann Þórhallsson formaður menningar- og safnanefndar gat þess við afhendingu verðlaunanna að Vitinn hefði sannarlega staðið undir því að skara framúr á sviði menningar og kvað félagið hafa sýnt frumkvæði í menningarmálum í þau fimm ár sem félagið hefur verið starfandi.

 

 

Félagsmenn í Vitanum eru yfir 70 talsins og er tilgangur félagsins að auka ljósmyndaáhuga almennings og efla áhugamálið. Félagið hefur staðið fyrir kynningum, námskeiðum og ljósmyndaferðum og var meðal annars með fræðslu í grunnskólum á Akranesi, sem endaði með ljósmyndasýningu. Þá hafa félagar Vitans tekið myndir af öllum húsum á Akranesi og voru myndirnar afhentar Ljósmyndasafni Akraness til varðveislu. Félagið hefur gefið út tvær ljósmyndabækur og félagsskapurinn hefur haldið vel sóttar ljósmyndasýningar á Vökudögum, Írskum dögum og í Akranesvita. Meðlimir félagsins hafa einnig eflst til þess að sýna ljósmyndir sínar víðar, bæði á samsýningum og einkasýningum og hafa keppt í ljósmyndasamkeppnum með góðum árangri. Gunnar Viðarsson formaður félagsins tók við verðlaununum fyrir hönd félagsmanna. Hann sagði Vitafólk stolt og ánægt með viðurkenninguna. „Fyrir hönd félaga Vitans langar mig að þakka Akraneskaupstað fyrir að hafa sýnt okkur þann heiður að veita okkur þessi verðlaun. Þetta kom verulega á óvart,“ sagði Gunnar í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is