Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. nóvember. 2015 02:28

Fulltrúi Vesturlands tók við viðurkenningu Lonely Planet í Lundúnum

Eins og Skessuhorn greindi frá í síðustu viku birti Lonely Planet nýverið árlegan lista sinn yfir tíu eftirsóknarverðustu áfangastaði ársins 2016 (Best in Travel 2016) í flokkum landa, landssvæða og borga á heimsvísu. Þar hreppti Vesturland annað sætið í flokki landssvæða. Í tilefni af útgáfu listans bauð þessi stærsta útgáfa ferðahandbóka í heiminum fulltrúum þeirra staða sem útnefningu hlutu að taka á móti viðurkenningu í hófi í Samgöngusafninu í London (London Transport Museum) í gærkvöldi.

 

Kristján Guðmundsson, forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands, veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd landshlutans. Hann sagði í samtali við Skessuhorn að með viðurkenningunni fengju ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi frábært tækifæri til að markaðssetja sig bæði gagnvart birgjum og einstaklingum. „Ljósið skín á okkur núna og ég veit til þess að aðilar eru þegar farnir að kynna sig í tengslum við þessa viðurkenningu,“ sagði Kristján meðal annars.

 

Nánar verður sagt frá málinu í næsta tölublaði Skessuhorns en blaðamaður Skessuhorns var viðstaddur afhendinguna og ræddi meðal annars við forsvarsmenn Lonely Planet um þýðingu viðurkenningar sem þessarar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is