Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. nóvember. 2015 02:37

Íbúðalánasjóður vill selja sveitarfélögum fasteignir

Íbúðalánasjóður hefur boðið þeim sveitarfélögum þar sem sjóðurinn á fasteignir til viðræðna um að kaupa eignirnar af sjóðnum. Sendi sjóðurinn sveitarfélögunum bréf í októbermánuði þar sem fram kemur að tilgangur ÍLS sé meðal annars að stuðla að því með lánveitingum að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum. „Við viljum bjóða sveitarfélögunum til viðræðna um þann möguleika að kaupa eignir sjóðsins með það í huga að nýta þær t.d. fyrir félagsleg úrræði sveitarfélaga þar sem það á við. Sjóðurinn hefur að bjóða sérstök lánakjör fyrir sveitarfélögin vegna kaupa á húsnæði í félagslegum tilgangi,“ segir í bréfinu. Þá kemur einnig fram að Íbúðalánasjóður geri sér grein fyrir að þörf sveitarfélaga er misjöfn en þeir vilji gjarnan ræða við sveitarfélögin um leiðir til að nýta eignirnar sem best.

Misjafnt er milli sveitarfélaga hversu margar eignir sjóðurinn á. Í Stykkishólmi bauð sjóðurinn Stykkishólmsbæ þrjár íbúðir til kaups. Bæjarráð Stykkishólmsbæjar taldi þó ekki forsendur fyrir því að kaupa þær og lagði til við sjóðinn að íbúðirnar yrðu auglýstar til sölu á almennum markaði. Á Akranesi á sjóðurinn 40 eignir og hafa fulltrúar Akraneskaupstaðar nú þegar farið á fund Íbúðalánasjóðs til að ræða málin. Þá var erindi Íbúðalánasjóðs nýverið tekið fyrir á fundi bæjarráðs Grundarfjarðar. Þar var lagt til að bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar myndu ræða við Íbúðalánasjóð um úrlausnir vegna ónýttra íbúða í eigu sjóðsins í sveitarfélaginu. Byggðarráð Borgarbyggðar hefur einnig fjallað um bréf ÍLS og gerir ekki ráð fyrir kaupum á eignum sjóðsins. Í Hvalfjarðarsveit samþykkti sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga varðandi málið. Frekari upplýsingar varðandi erindi ÍLS í öðrum sveitarfélögum á Vesturlandi lágu ekki fyrir þegar fréttin var skrifuð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is