Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2015 09:01

Fjölmenningarhátíð í Borgarnesi

Fjölmenningarhátíð á vegum Félags nýrra Íslendinga var haldin í Hjálmakletti í Borgarnesi á sunnudaginn. „Það gekk vel og vel var mætt af gestum. Við hefðum þó viljað fá fólk frá fleiri löndum til að kynna lönd sín og þjóðir. Í ár voru engir frá Afríku, engir frá Mið- og Suður Ameríku og ekki frá Norðurlöndunum. En þau sem voru að kynna gerðu það vel. Þetta voru alls fulltrúar frá hátt í 20 löndum víðs vegar um heim. Breski sendiherrann Stuart Gill var heiðursgestur ásamt einginkonu. Hann kom og hélt ræðu. Páll Óskar ætlaði að koma en forfallaðist vegna flensu. Síðan var skoskur sekkjapípuleikari sem lék á hljóðfæri sitt fyrir gesti og gangandi,“ segir Guðrún Vala Elísdóttir mannfræðingur, náms- og starfsráðgjafi á Símenntunarmiðstöð Vesturlands og áhugamanneskja um fjölmenningu á Íslandi.

 

Hátíðin er haldin með styrk frá Menningarráði Vesturlandi. „Þetta er ekki nein fjárgróðahátíð. Allir sem koma og kynna fá kostnað endurgreiddan en fólk gefur vinnu sína. Þessi hátíð er orðin árlegur viðburður á Vesturlandi og hefur undanfarin ár verið haldin til skiptis á Akranesi og í Borgarnesi.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is