Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2015 08:01

Frábær árangur FIMA á Íslandsmótinu í stökkfimi

Sjötíu ferðalangar frá Akranesi lögðu land undir fót föstudaginn 30. október síðastliðinn. Þar af voru 52 iðkendur frá FIMA sem tóku þátt í Íslandsmótinu í stökkfimi en alls voru þátttakendur á mótinu um 200 talsins. Mótið var haldið á laugardeginum á Akureyri og gekk ferðin norður ótrúlega vel. Keppendur voru svo sannarlega FIMA og Akranesi til sóma á mótinu. Þeir stóðu sig með prýði og kláruðu stökkin sín vel og lítið var um föll. Á mótinu var keppt í þremur hlutum. Fyrsti hluti var fyrir aldurshópinn 9-11 ára, annar hluti fyrir 11-13 ára og þriðji hluti fyrir 14 ára og eldri. Íslandsmót í stökkfimi er einstaklingsmót og þar er keppt á trampólíni og hesti, sem telja saman til stiga. Svo er keppt á dýnu í framumferð og afturábakumferð, sem telja einnig saman til stiga. Íslandsmeistarar urðu þeir sem unnu í samanlögðu. Keppt var í opnum flokki, A-flokki og B-flokki. Í B-flokki má bara gera stökk upp í ákveðið erfiðleikagildi, eftir það er keppt í A-flokki sem aftur nær upp í ákveðið erfiðleikagildi. Að lokum er opni flokkurinn, en þar má finna erfiðustu stökkin skv. Code Of Points, en það eru hópfimleikareglur sem keppt er eftir.

Í fyrsta hluta fengu allir þátttakendur FIMA sem fæddir eru 2006 þátttökuverðlaun en þær stóðu sig mjög vel. Ragna Sól, fædd 2005, lenti í fyrsta sæti á dýnu í B-flokki. Í öðrum hluta gerði Guðrún Unnarsdóttir sér lítið fyrir og tók gull á öllum áhöldunum og í samanlögðu í A-flokki í sínum aldursflokki. Hún var jafnframt Íslandsmeistari í A-flokki. Guðný Sigurrós Jóhannsdóttir sigraði á öllum áhöldum og í samanlögðu í sínum aldursflokki í A-flokki og varð Íslandsmeistari í A-flokki. Evlalía Þórðardóttir lenti í 2. sæti á trampólíni í A-flokki, Andrea Kristín lenti í 3. sæti á trampólíni í A- flokki og var í 2. sæti í samanlögðu. Andrea Reynisdóttir lenti í 3. sæti á dýnu í A-flokki og Thelma Ragnarsdóttir lenti í 3. sæti á öllum áhöldum og í 3. sæti í samanlögðu í A-flokki. Þá varð Ásdís Björgvinsdóttir í 4. sæti á dýnu og í 2. sæti í samanlögðu í B-flokki. Krissý van der Berg lenti í 2. sæti á dýnu í B-flokki.

 

Í þriðja hluta lenti Sóley Brynjarsdóttir í fyrsta sæti á dýnu í A- flokki, öðru sæti á trampólíni og öðru sæti í samanlögðu. Sylvía Mist Bjarnadóttir varð í fyrsta sæti á dýnu, öðru sæti á trampólíni, í fyrsta sæti í samanlögðu og jafnframt Íslandsmeistari í sínum aldursflokki. Harpa Rós Bjarkadóttir varð í 3. sæti á dýnu, 3. sæti á trampólíni og í 3. sæti í samanlögðu. Í Opnum flokki lenti Dawn Simire í 3.sæti í samanlögðu, Ragna Dís Sveinbjörnsdóttir varð í 2.sæti á dýnu, 3.sæti á trampólíni og í 3.sæti í samanlögðu.

 

Það er greinilegt að framtíðin er björt hjá FIMA og gefur árangurinn góð fyrirheit fyrir komandi keppnistímabil hjá stelpunum í hópfimleikum. Næsta verkefni FIMA er Haustmótið í Hópfimleikum, sem haldið verður á Akranesi 20.-22. nóvember í umsjá okkar.

 

Myndasyrpu úr ferð FIMA á Íslandsmótið í stökkfimi má sjá í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is