Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2015 10:01

Gefur út sína fyrstu hljómplötu fyrir jólin

Skagakonan Jónína Björg Magnúsdóttir hefur haft mörg járn í eldinum undanfarin ár. Hún er mikill söngfugl og hefur til að mynda gert garðinn frægan með Stúkunum á liðnum árum og syngur í kvennakórnum Ym. Nýverið skaust Nína, eins og hún er jafnan kölluð, upp á stjörnuhimininn þegar hún tók virkan þátt í kjarabaráttunni á vinnumarkaðnum á þessu ári og samdi texta við lag Baggalúts, Mamma þarf að djamma. Nína söng lagið sjálf og er textinn ádeila á eigendur HB Granda, eftir að starfsfólk Granda fékk íspinna í laun fyrir vel unnin störf í stað hærri launa. Lagið fékk góða spilun á öldum ljósvakans og í framhaldinu gaf Nína út lag í samvinnu við Bubba Morthens. Nú hefur Nína ákveðið að nýta meðbyrinn og hefur tekið upp sína fyrstu hljómplötu. Platan mun heita „Sungið fyrir svefninn – með mínu nefi“ og kemur út í lok mánaðarins.

 

Rætt er við Nínu um útgáfu plötunnar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is