Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. nóvember. 2015 08:01

Íbúðir á Bifröst í uppboðsferli vegna ógreiddra hitaveitureikninga

Orkuveita Reykjavíkur hefur farið fram á nauðungarsölur á íbúðum nemendagarða á Bifröst vegna ógreiddra vatnsreikninga. Alls nema kröfurnar 14,25 milljónum króna og eru vegna skulda 205 íbúða í eigu þriggja félaga. Tilkynningar um nauðungarsölurnar voru birtar í Lögbirtingarblaðinu í liðnum mánuði. „Þetta var einn reikningur frá því í fyrra sem lenti fyrir slysni til hliðar og var ekki borgaður. Hann fór svo inn í innheimtuferli sem var þannig að við fengum ekkert að vita fyrr en uppboðsferlið var farið í gang. Við erum að reyna að leysa þetta samhliða því að Íbúðalánasjóður er að vinna á fullu í endurskipulagningu á lánamálum fasteignafélaganna hér á Bifröst,“ segir Vilhjálmur Egilsson rektor.

 

 Vilhjálmur segir að vonir standi til að þessi skuld við Orkuveituna sé mál sem verði leyst samhliða þeirri fjárhagslegu endurskipulagningu sem Íbúðalánasjóður vinnur nú að. „Þessi krafa frá Orkuveitunni kom okkur mjög að óvörum. Það var ekki látið vita að þetta væri ógreitt heldur fór þetta í innheimtuferli og uppboð með tilheyrandi kostnaði sem hækkar reikninginn. Þetta eru þrjú íbúðafélög og þau eru misjafnlega vel sett en hafa ekki beint með skólann að gera. Skuldir þeirra eru miklu meiri en þau ráða við. Ég vona að þetta leysist en það er ljóst að þessir peningar til að greiða þessar kröfur eru ekki til á bók. Við erum að fleyta þessu áfram og höfum beðið um fresti um leið og við vonumst til að geta lokið þessari endurskipulagningu með Íbúðalánasjóði tiltölulega hratt,“ segir Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is