Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. nóvember. 2015 09:01

Ljómalind með samkeppni um Jólasokk og Ljótupeysu

Sveitamarkaðurinn Ljómalind í Borgarnesi gengst fyrir skemmtilegri samkeppni nú á aðventunni. „Allir þekkja hið merka fyrirbæri Jólasokkinn, færri fyrirbærið „Ljótupeysu.“ Það hefur hins vegar verið að ryðja sér til rúms á aðventu. Við í Ljómalind Sveitamarkaði í Borgarnesi fögnum aðventunni en jafnframt keppnisskapinu og fjölbreytileikanum. Við kynnum því tveggja flokka handavinnukeppni. Annars vegar í jólasokkagerð og hins vegar opinn flokk þar sem tilvalið er að leggja fram allt það skrýtna, fjölbreytta og frumlega sem tengist jólum í von um vegleg verðlaun,“ segir í tilkynningu frá Ljómalind.

Skilafrestur í keppnina er 11. desember í verslun Ljómalindar og vinnur sá sem hefur hlotið flest atkvæði klukkan 18:00 föstudaginn 22. desember. „Vinningshafar verða tilkynntir á Þorláksmessu en munirnir verða til sýnis fram að Þrettándanum þegar jólin hverfa úr Ljómalind.“

 

Í Ljómalind er opið klukkan 13-18 alla daga fram að aðfangadegi. Kvöldopnun verður fimmtudaginn 17. desember til klukkan 22.

 

Peysan á meðfylgjandi mynd er framlag Katrínar Rósu Eðvaldsdóttir í opna flokknum. „Ljótupeysur er hugtak frekar en lýsing á ljótum fatnaði. Hugtakið Ljótupeysa stendur fyrir „öfga jóla skrautlegar, skrýtnar eða frumlegar peysur.“ Þessi hefð hefur verið viðhöfð í Bretlandi og víða og nokkur undanfarin ár á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Ljómalind.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is