Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2015 04:01

„Mynd getur verið falleg bara út af einu smáatriði“

Fjölmargir listamenn af öllum stærðum og gerðum hafa sett upp myndlistarsýningar víðsvegar á Akranesi í tilefni menningarhátíðarinnar Vökudaga, sem nú stendur sem hæst. Ein þeirra, ung Skagamær að nafni Aldís Petra Sigurðardóttir, opnaði sýningu í Kirkjuhvoli um síðustu helgi, þar sem hún sýnir hluta af verkum sínum. „Ég var örugglega enn á leikskóla þegar ég fékk áhuga fyrir myndlist, ég var alltaf að teikna. Svo var ég hjá Bjarna Þór og Hrönn Eggerts í myndmennt sem barn og þá fékk ég enn meiri áhuga. Ég lærði mikið af þeim og þá var ekki aftur snúið,“ segir Aldís í samtali við Skessuhorn. Eftir grunnskóla fór Aldís í Fjölbrautaskóla Vesturlands þar sem hún lærði í tvö ár. „Svo fór ég í myndlist í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og útskrifaðist þaðan af myndlistabraut. Ég komst reyndar inn í Listaháskóla Íslands áður en ég útskrifaðist úr FB, ákvað bara að prófa að sækja um og komst inn,“ heldur hún áfram. Aldís var í eitt ár í myndlistardeild LHÍ en fann sig ekki í því námi. „Við vorum ekki mikið að mála en ég lærði samt auðvitað heilmikið á þessu ári þar.“ Hún fór því og lauk stúdentsprófi við FB og þaðan lá leiðin aftur í LHÍ en nú í vöruhönnun, þar sem hún er alsæl og segist hafa lært mikið.

 

Í Skessuhorni vikunnar er rætt nánar við Aldísi Petru Sigurðardóttur, unga myndlistakonu á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is