Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2015 04:01

„Mynd getur verið falleg bara út af einu smáatriði“

Fjölmargir listamenn af öllum stærðum og gerðum hafa sett upp myndlistarsýningar víðsvegar á Akranesi í tilefni menningarhátíðarinnar Vökudaga, sem nú stendur sem hæst. Ein þeirra, ung Skagamær að nafni Aldís Petra Sigurðardóttir, opnaði sýningu í Kirkjuhvoli um síðustu helgi, þar sem hún sýnir hluta af verkum sínum. „Ég var örugglega enn á leikskóla þegar ég fékk áhuga fyrir myndlist, ég var alltaf að teikna. Svo var ég hjá Bjarna Þór og Hrönn Eggerts í myndmennt sem barn og þá fékk ég enn meiri áhuga. Ég lærði mikið af þeim og þá var ekki aftur snúið,“ segir Aldís í samtali við Skessuhorn. Eftir grunnskóla fór Aldís í Fjölbrautaskóla Vesturlands þar sem hún lærði í tvö ár. „Svo fór ég í myndlist í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og útskrifaðist þaðan af myndlistabraut. Ég komst reyndar inn í Listaháskóla Íslands áður en ég útskrifaðist úr FB, ákvað bara að prófa að sækja um og komst inn,“ heldur hún áfram. Aldís var í eitt ár í myndlistardeild LHÍ en fann sig ekki í því námi. „Við vorum ekki mikið að mála en ég lærði samt auðvitað heilmikið á þessu ári þar.“ Hún fór því og lauk stúdentsprófi við FB og þaðan lá leiðin aftur í LHÍ en nú í vöruhönnun, þar sem hún er alsæl og segist hafa lært mikið.

 

Í Skessuhorni vikunnar er rætt nánar við Aldísi Petru Sigurðardóttur, unga myndlistakonu á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is