Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2015 03:01

Sá ljósið á heila- og taugaskurðdeild Landspítalans

„Ég byrjaði í sérnáminu heima á Íslandi árið 2009 og fékk stöðu hér árið 2011. Nú bíð ég eftir sérfræðistimpli frá sænskum yfirvöldum,“ segir Borgnesingurinn Kristín Lilja Eyglóardóttir í samtali við Skessuhorn, en hún lauk nýverið sérhæfingu í heila- og taugaskurðlækningum frá Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg, eftir grunnnám í Ungverjalandi. „Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 1999 fór ég í nám í læknisfræði til Ungverjalands árið eftir. Ég var með þeim fyrstu sem fóru þangað frá Íslandi og í nokkurri óvissu um hvað tæki við. Hún reyndist óþörf enda skólinn frábær. Frá FVA kom ég vel undirbúin og kann ég kennurum við þá stofnun bestu þakkir fyrir,“ segir Kristín Lilja í samtali við blaðamann Skessuhorns.

Aðspurð um ástæður þess að hún ákvað að læra til læknis segir Kristín Lilja að forvitnin ein hafi þar haft mest að segja. „Mig langaði bara að kunna læknisfræði en var ekkert viss um að ég myndi vilja starfa sem hefðbundinn læknir. Ég tók pásu í nokkra mánuði á síðari hluta námsins til að læra Kung-Fu í Shaolin klaustri í Kína en útskrifaðist svo árið 2007. Undir lokin vann ég meðfram námi á heilsugæslustöðvum víðs vegar um Ísland.“

 

Rætt er nánar við Kristínu Lilju Eyglóardóttur úr Borgarnesi í Skessuhorni sem kom út í dag. Þar segir hún frá störfum sínum sem heilaskurðlæknir í áhugaverðu viðtali.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is