Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. nóvember. 2015 03:01

Snorrastofa tekur þátt í Norrænu bókasafnavikunni

Mikil og þörf umræða hefur að undanförnu farið fram hér á landi um mikilvægi lesturs og lestrarfærni. Bókaþjóðin hefur um langan aldur verið sammála um þessi gildi og fóstrað bókasöfn bæði á heimilum sínum og til sameiginlegra nota úti í samfélaginu.  Norræna bókasafnavikan sem nú er framundan er órækt vitni um að við  erum ekki eyland í þessum málaflokki. Hún hefst næsta mánudag 9. nóvember og megininntak hennar er  að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir. Sérstaða vikunnar felst mest í að norrænu þjóðirnar, á vettvangi Sambands norrænu félaganna, koma sér saman um texta, sem lesinn er upp fyrir gesti þátttökusafnanna um öll Norðurlönd í anda sameiginlegrar frásagnahefðar og sagnaauðs. Yfirskrift vikunnar er vinátta.

Snorrastofa leggst á árar í þessu mikilsverða verkefni eins og undanfarin ár og býður til þriggja viðburða í þeim anda.

 

Í dagrenningu mánudagsmorguninn 9. nóvember verður yngstu nemendum í grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum og þeim elstu á leikskólanum Hnoðrabóli boðið til sögustundar. Þar les Aldís Eiríksdóttir úr sögunni Vöffluhjarta eftir Maria Parr og börnin fá að eiga næðisstund í bókhlöðunni að lestri loknum.

 

Þriðjudagskvöldið 10. nóvember kl. 20:30 flytur Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur erindi um Auði djúpúðgu, sem hún nefnir „Einn kvenmaður“  Hún segir frá vinnu sinni að ritun sögu þessarar merku landnámskonu en von er á þriðja bindinu úr smiðju Vilborgar. Hin fyrri heita Auður og Vígroði. Erindi Vilborgar er liður í fyrirlestraröð Snorrastofu, Fyrirlestrar í héraði.

 

Fimmtudagskvöldið 12. nóvember er hefðbundið Prjóna-bóka-kaffi kl. 20 með ívafi vikunnar. Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi  les úr Egils sögu fyrir gesti kvöldsins og segir ennfremur frá starfi Norræna félagsins í Borgarfirði, sem hann veitir forstöðu um þessar mundir.

 

Snorrastofa lítur með tilhlökkun til viðburða Norrænu bókasafnavikunnar og hvetur alla til að nýta sér þá og veita þessu verðuga samstarfsverkefni athygli. 

 

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is