Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. nóvember. 2015 01:01

Veggjakrotarar gerðu ævintýravegg ásamt bæjarbúum

Myndlistarmaðurinn Bjarni Þór og eiginkona hans Ásta Alfreðsdóttir stóðu fyrir skemmtilegri uppákomu á Írskum dögum í sumar. Þau buðu gestum og gangandi að koma og mála myndir á vegginn á galleríi Bjarna Þórs við Kirkjubraut 1 á Akranesi og kölluðu verkefnið „Ævintýravegginn“. Verkið byrjaði þó fyrr. „Við byrjuðum aðeins í fyrra. Veggurinn var orðinn mjög ljótur, mosavaxinn og sprunginn og þá datt okkur í hug að láta mála hann með þessum hætti,“ segir Bjarni Þór. Á þessu ári fengu þau svo styrk frá Uppbyggingasjóði Vesturlands til styrktar verkefninu. Í framhaldinu auglýstu þau viðburðinn; að börn og fullorðnir gætu komið og málað vegginn á Írskum dögum. Hugmyndin féll í góðan jarðveg og á annað hundrað manns mættu til að mála og skoða. Þau söfnaðu einnig saman hópi af listrænu fólki, sem þau fengu til að koma og mála á vegginn í kringum Írska daga. Hópurinn kallar sig „Veggjakrotarana hans Bjarna“ og samanstendur af Tinnu Rós Þorsteinsdóttur, Jónasi Sigurgeirssyni, Veru Líndal Guðnadóttur, Elínu Dögg Baldvinsdóttur og Brynjari Mar Guðmundssyni. Síðastliðinn mánudag buðu hjónin hópnum í hálfgerða uppskeruhátíð, í tilefni af menningarhátíðinni Vökudaga.

 

Blaðamaður Skessuhorns settist niður með veggjakroturunum og ræddi við þau um ævintýravegginn. Spjallið við Bjarna Þór og veggjakrotara hans má lesa í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is