Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2015 06:01

Vel sótt sýning á handverki kvenna

Um helgina fór fram áhugaverð sýning í Gamla íþróttahúsinu á Hvanneyri. Þar stóð Samband borgfirskra kvenna fyrir því að gefa fólki kost á að skoða handverk borgfirskra kvenna síðustu hundrað árin. Tilefnið er 100 ára kosningaafmæli kvenna á Íslandi. Sýningin var opin á laugardag og sunnudag.

„Þetta gekk alveg vonum framar. Miklu betur en við þorðum nokkurn tímann að vona. Líklega komu alls eitthvað á fjórða hundrað manns þessa tvo daga. Það var líka ánægjulegt að á sýninguna kom fólk lengra að en úr sveitum. Sýningargestir voru frá Reykjavík, Akranesi, Borgarnesi, Selfossi og jafnvel víðar að. Bæði karlar og konur og fólk á öllum aldri,“ segir Valgerður Björnsdóttir formaður Sambands borgfirskra kvenna. Á sýningunni mátti skoða afrakstur ýmiss konar saumaskapar og prjóns. Einnig var útskurður kvenna til sýnis og jafnvel keramik. „Það vantaði þó dæmi um  nokkrar handverksaðferðir svo sem vattarsaum, knipl og fleira. Ef við hefðum haft meiri tíma til undirbúnings þá hefði tekist að útvega slíka muni því þeir eru til. En sýningin núna um helgina spannaði samt vel alla söguna í þessi hundrað ár. Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í þegar hugmyndin að þessar sýningu fæddist nú í vor,“ segir Valgerður.

 

Aðspurð upplýsir Valgerður að ellefu kvenfélög séu nú starfandi innan Sambands borgfirskra kvenna en voru 23 talsins þegar þau voru flest bæði í þéttbýli og víða um sveitir. Á sumum stöðum eins og á Akranesi hefur starfsemi kvenfélaga lagst af á meðan hún blómstrar annars staðar svo sem í Borgarnesi. Samband borgfirskra kvenna var stofnað 1. júlí 1931 og verður því 85 ára á næsta ári.

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ástríði Sigurðardóttur við rokkinn. Að baki henni frá vinstri eru Guðrún Þórðardóttir forseti Kvenfélagasambands Íslands, Halldóra Engilbertsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir og Valgerður Björnsdóttir formaður Sambands borgfirskra kvenna. Fleiri myndir frá sýningunni eru í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is