Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2015 11:01

Matvælastofnun er enn engu nær um orsök ærdauðans

Matvælastofnun vinnur að undirbúningi þess að halda áfram rannsóknum á ástæðum sauðfjárdauða í fyrravetur og fyrravor, sem varð eins og margir þekkja á sauðfjárbúum víða um land. Rannsóknin er unnin í samvinnu við Landssamtök sauðfjárbænda, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Bændasamtökin og Tilraunastöð Háskóla Íslands. Rannsóknir sem gerðar hafa verið fram að þessu hafa ekki gefið afgerandi svör um ástæður vanhalda í sauðfé. Svo virðist sem samspil margra þátta sé skýringin en í tilkynningu Matvælastofnunar segir að ekki sé hægt að útiloka undirliggjandi orsakir og því sé þörf á frekari rannsóknum. Nú verða valdir bæir víða um landið sem urðu fyrir miklum afföllum úr bústofni sínum og þeim fylgt náið eftir. Tekin verða sýni og þau borin saman við þá bæi þar sem engin vandamál voru til að kanna hvort einhverjir þættir finnist sem geti skýrt þennan mun. Beðið er svara frá ráðuneytinu varðandi fjárhagslegan stuðning við verkefnið áður en rannsóknin getur hafist af fullum krafti.

 

 

Út frá svörum í spurningakönnun sem lögð var fyrir sauðfjárbændur í sumar, voru valdir níu bæir sem síðan voru heimsóttir af dýralæknum. Þeir skoðuðu féð, tóku blóðsýni og sendu kindur í krufningu að Keldum, þegar það átti við. „Niðurstöður þessara rannsókna gáfu engin afgerandi svör. Blóðsýnin gáfu engar vísbendingar um að um smitsjúkdóm væri að ræða. Þær kindur sem sendar voru í krufningu sýndu svipaða heildarmynd, kindurnar voru mjög horaðar þótt þær hafi augljóslega étið fram á síðustu stundu og benda krufningsniðurstöður til næringarskorts. Til viðbótar þessum rannsóknum tók Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins heysýni sem sýndu há gildi af ómeltanlegu tréni.“

 

Þá segir í tilkynningu frá Matvælastofnun að þegar heildarmyndin hafi verið skoðuð, út frá þeim rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið hingað til, bendi allt til þess að vandamálið sé samspil margra þátta og má þar einna helst nefna tíðarfar. „Sökum mikillar vætutíðar síðasta sumar var erfitt að heyja og má ætla út frá fóðursýnaniðurstöðum að víða hafi heyforðinn samanstaðið af úr sér sprottnu grasi sem dugar skammt til að viðhalda þeirri orku sem fé þarf til að dafna, og ekki síst þegar fóstrin hjá ánum fara að taka til sín. Í kjölfarið tók við afar kaldur vetur og vor sem kallaði enn frekar á orku sem að fóðrið innihélt ekki. Þó er ekki hægt að útiloka undirliggjandi orsakir og er því þörf á frekari rannsóknum. Við rannsóknina munu ýmsar hugmyndir að skýringum verða hafðar til hliðsjónar, m.a. hvort um sé að ræða áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni, en enn er ekkert sem styður þá tilgátu.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is