Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2015 12:57

Lengi býr að fyrstu gerð – kventónskálda í Kirkjuhvoli minnst

Una Margrét Jónsdóttir heldur á laugardaginn fyrirlestur í Bókasafni Akraness um framlag Kirstínar Katrínar Pétursdóttur Guðjohnsen, dóttur hennar, Valgerðar Lárusdóttur Briem og barnabarns, Halldóru Valgerðar Briem, til tónlistarsögu kvenna. Í nýlegri rannsókn Unu Margrétar kemur m.a. fram að þær, ásamt með öðrum konum, teljast frumkvöðlar í tónlist á sínu sviði sem tónskáld. Tónlist þeirra flutt af nemendum Tónlistarskóla Akraness í útsetningum Páls Ragnars Pálssonar, sem er afkomandi Kirstínar Katrínar og Valgerðar. Valgerður Lárusdóttir Briem var prestfrú á Akranesi, á fyrri hluta síðustu aldar. Maður hennar var sr. Þorsteinn Briem,  Fjölskyldan bjó á Kirkjuhvoli, (Merkigerði 7 ), en þau hjón byggðu húsið og flutti  fjölskyldan í húsið í nóvember árið 1923. Fyrirlesturinn fer fram á Bókasafni Akraness  laugardaginn 7. nóvember kl. 14.00. Frítt er inn á samkomuna, en það er framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna sem styrkir viðburðinn á Bókasafninu.

 

-Fréttatilkynning

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is