Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. nóvember. 2015 10:23

Fjölmenni á Malaví markaði í Grundaskóla

Hinn árlegi Malaví markaður var haldinn í Grundaskóla á Akranes í gær. Fjöldi fólks lagði leið sína á markaðinn þar sem hægt var að kaupa ýmsar vörur sem yngri nemendur skólans hafa unnið undir leiðsögn kennara á liðnum vikum. Unglingadeildin hélt úti kaffihúsi í sal skólans, þar sem meðal annars var boðið upp á nýbakaðar vöfflur og tónlistaratriði. Að venju seldist vel og að sögn Hrannar Ríkharðsdóttur skólastjóra Grundaskóla safnaðist á fimmta hundruð þúsund króna. Í áraraðir hefur það verið til siðs hjá Grundaskóla að nemendur og starfsmenn gefi ekki hvort öðru jólagjafir. Þess í stað sameinast þeir um stóra jólagjöf til Malaví, sem er eitt af fátækustu ríkjum veraldar. Grundaskóli hefur undanfarin ár verið í samstarfi við Rauða krossinn að umfangsmikilli uppbyggingu á skólastarfi þar fyrir fátæk börn.

„Við erum bæði ánægð og þakklát fyrir þær undirtektir sem Malaví markaðurinn og þar með söfnunin fær. Það eru í mínum  huga góð skilaboð til barna og unglinga að gera eitthvað fyrir aðra án þess að ætlast til einhvers í staðinn,“ sagði Hrönn Ríkharðsdóttir skólastjóri.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is