Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. nóvember. 2015 01:28

62 ára aldurstakmark á ball með Dúmbó og Steina

Skagasveitin góðkunna Dúmbó og Steini mun blása til stórdansleiks annað kvöld á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi. Í aðdraganda dansleiksins voru árgöngum 1942-53 á Akranesi sérstaklega boðnir miðar til kaups og þegar þessi orð eru rituð, á hádegi föstudags, er þegar uppselt. Þetta eru þeir árgangar sem komust inn á dansleiki Dúmbós og Steina þegar sveitin var á hátindi ferilsins fyrir tæplega mannsaldri síðan. Sökum þess að allir miðar hafa selst má því segja að á meðan dansleikurinn stendur yfir sé 62ja ára aldurstakmark á Gamla Kaupfélagið! Það þykir kostur ef ballgestir geti framvísað nafnskírteini, en það er þó ekki skilyrði fyrir inngöngu. „Jú, aldurstakmarkið er óvenjulegt,“ sagði Gísli Þráinsson veitingamaður þegar Skessuhorn spurði hann um málið. „Það er vissulega nokkuð sjaldgæft að til dæmis fimmtugt fólk þurfi að fá lánuð skilríki til að freista þess að lauma sér inn á ball,“ segir Gísli léttur í bragði. Hann kveðst eiga von á miklu fjöri annað kvöld. „Það er ekki við öðru að búast en rífandi stemningu þegar það er fullt hús,“ segir hann.

 

Sveitin ætlar að slá fyrstu nótuna klukkan 22 og áætlað er að dansleikurinn standi yfir til kl. 2:00. Að því loknu fellur „aldurstakmarkið“ úr gildi og staðurinn verður opinn öllum þeim sem hafa náð sjálfræðisaldri, venju samkvæmt.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is