Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2015 11:12

Philippe Ricart hlaut Skúlaverðlaunin 2015

Philippe Ricart lista- og handverksmaður á Akranesi hlaut Skúlaverðlaunin 2015 á sýningunni Handverk og hönnun sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina, en lýkur í dag. Skúlaverðlaunin hlaut Philippe fyrir handofin teppi úr íslenskri ull. Teppin eru ofin með salunsvefnaði og vaðmálsáferð, bæði fléttað og víxlað vaðmál. Teppin þykja einstaklega falleg og vönduð og eru að öllu leyti handgerð. Verðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem var frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík.

Philippe er einn af fremstu og fjölhæfustu listhandverksmönnum þjóðarinnar í dag. Hann vinnur mest úr íslensku hráefni og notar t.d. íslenska ull. Hann vinnur auk þess töluvert í íslenskan við, bæði lerki og birki. Philippe er fæddur í Frakklandi en hefur búið á Íslandi í áratugi. Skúlaverðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins og var það Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri sem afhenti verðlaunin.

 

 

Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur var haldin dagana 5.-9. nóvember og voru þátttakendur 58 talsins. Þeir sem valdir voru til þátttöku í sýningunni nú í nóvember gátu tilkynnt til Handverks og hönnunar nýja vöru í verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn. Skilyrðin voru að hlutirnir máttu hvorki hafa verið til sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna í Ráðhúsinu. Tæplega tuttugu tillögur bárust og faglega valnefnd skipuðu Elín Bríta Sigvaldadóttir vöruhönnuður og Helga Pálína Brynjólfsdóttir textílhönnuður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is