Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. nóvember. 2015 12:09

Fá nú lyfjagjöf á heimaslóðum

Frændur þrír í Borgarnesi hafa ættgengan sjúkdóm sem nefnist Fabry. Sjúkdómurinn greindist fyrst fyrir þremur árum og kom þá fljótlega í ljós að fleiri innan sömu fjölskyldu glíma við hann. Sjúkdómurinn er banvænn sé ekki beitt lyfjagjöf. Meðal þeirra sem hafa sjúkdóminn eru bræðurnir Guðmundur Skúli og Samúel Halldórssynir og móðurbræður þeirra. Móður sína misstu þeir úr sjúdómnum fyrir þremur árum. Til að stemma stigu við sjúkdómnum fá þeir lyf sem nefnist Fabrysim. Það þurfa þeir að fá gefið í æð tvisvar í mánuði. Fram til þessa hefur lyfjafjöfin átt sér stað á Landspítalanum, en nú hefur landlæknir veitt leyfi til að það verði framvegis gefið á heilsugæslustöð sem næst sjúklingunum. Guðmundur Skúli og Samúel voru þeirri stund fegnir þegar þeir þáðu fyrsta lyfjaskammtinn á Heilsugæslustöð HVE í Borgarnesi í síðustu viku. Á myndinni er Samúel ásamt Hrafnhildi Grímsdóttur hjúkrunarfræðingi og Lindu Kristjánsdóttur lækni. Auk þeirra bræðra fékk Erlendur Samúelsson, móðurbróðir þeirra lyfið sama daginn í Borgarnesi.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is