Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2015 10:01

Kolmunni bræddur hjá HB Granda

Það sem af er vetri hefur fiskmjölsverksmiðja HB Granda á Vopnafirði tekið á móti um 2.600 tonnum af kolmunna til bræðslu. Sveinbjörn Sigmundsson verksmiðjustjóri er ánægður með kolmunnann og segir hann vera gæðahráefni. ,,Venus NS var búinn að landa hér einu sinni, tæplega 1.700 tonnum, og skipið var hér aftur inni um helgina með um 900 tonn. Það var komin bræla á miðunum og því var skipið kallað inn,“ segir Sveinbjörn á vef HB Granda. Kolmunninn hefur veiðst utarlega í Rósagarðinum svokallaða austur undir miðlínuna á milli Íslands og Færeyja og þar hefur verið þokkalegasta veiði í rúmar tvær vikur. ,,Þetta er mun betra hráefni en við fengum í vor. Fiskurinn er feitari og stærri og fituprósentan er nú í um 4%. Mér sýnist að það verði eitthvað framhald á þessum veiðum. Venus er reyndar farin til síldveiða en Lundey NS fór á kolmunnaveiðar í morgun eftir að hafa landað hér síld. Þá kom Faxi RE inn í morgun með um 700 tonn af síld til vinnslu þannig að það er nóg um að vera á Vopnafirði þessa dagana,“ er haft eftir Sveinbirni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is