Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2015 12:52

Jól í skókassa er framlag yngstu Snæfellinganna til hjálparstarfs

Það ríkti mikil gleði hjá nemendum í 1. til 4. bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar í síðustu viku. Þennan dag kom Séra Óskar Ingi Óskarsson sóknarprestur í heimsókn til að taka á móti framlagi barnanna til verkefnisins “Jól í skókassa.” Er þetta í annað sinn sem börnin taka þátt í þessu verkefni. Þau komu með að heiman það sem til þurfti í kassana. Fengu þau líka góða aðstoð frá fleirum en foreldrum sínum sem þau vilja líka þakka kærlega fyrir. Verslunin Blómsturvellir safnaði skókössum fyrir þau, Þín verslun Kassinn gaf þeim jólapappír, Ari Bjarnason tannlæknir útvegaði þeim tannbursta og tannkrem frá O.Johnson og Kaaber og Landsbankinn í Snæfellsbæ veitti þeim peningastyrk fyrir kostnaði sem af verkefninu hlýst.

Nemendur gáfu sér svo góðan tíma til að útbúa kassana.  Vönduðu sig mikið og spunnust oft umræður um hvað ætti að fara í hvern kassa og af hverju. Þetta árið útbjuggu börnin 45 kassa og afhentu nemendur í 4. bekk Óskari þá fyrir hönd allra nemenda í 1. til 4. bekk stolt og glöð. “Jól í skókassa” gengur út á að fá börn og fullorðna til að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Til þess að börnin fái sem líkastar gjafir er mælst til þess að allt sé sett í skókassa og mælst til þess að ákveðinir hlutir séu í hverjum kassa. Það er hópur ungs fólks á vegum KFUM og KFUK sem hefur staðið að verkefninu á Íslandi frá árinu 2004. Starfsfólk og nemendur 1. til 4. bekkjar eru ákveðin í að taka aftur þátt í þessu fallega verkefni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is