Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2015 05:00

Námskeið á Akranesi um eldvarnir við heita vinnu

Námskeið um eldvarnir við svonefnda heita vinnu eða logavinnu verður haldið á slökkvistöðinni á Akranesi þriðjudaginn 17. nóvember næstkomandi kl. 13-18. Námskeiðið er á vegum Iðunnar fræðsluseturs í samvinnu við Eldvarnabandalagið. „Veruleg hætta getur skapast þegar iðnaðarmenn og ófaglærðir vinna heita vinnu. Fjölmörg dæmi eru um að svo ógætilega sé farið að stórtjón hljótist af,“ segir í tilkynningu. Heit vinna er meðal annars lagning þakpappa, logsuða, rafsuða, lóðning málma, vinna með slípirokk og vinna með hitabyssu og öðrum hitatækjum. Starfsmenn slökkviliða og tryggingafélaga þekkja mörg dæmi um að reglur um eldvarnir við logavinnu séu virtar að vettugi, stundum með alvarlegum afleiðingum. Oft eru að verki menn sem skortir þekkingu á því hvernig eldur getur kviknað og breiðst út. 

„Skráning á námskeiðið er á idan.is. Það er ætlað þeim sem vinna heita vinnu en getur jafnframt verið mjög gagnlegt fyrir þá sem kaupa slíka vinnu og hafa umsjón með henni, svo sem umsjónarmenn fasteigna. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist hæfni til að vinna heita vinnu af öryggi með því að lágmarka áhættu við vinnuna og þekkja hvernig bregðast skuli við henni. Farið er yfir kröfur til starfsmanna, hegðun elds og slökkvistarf og slökkvibúnað. Einnig eldvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir til að hindra eldsvoða og slys við heita vinnu. Fjallað er um eldfim efni og sprengifimt umhverfi og kennd er meðferð og notkun slökkvitækja.“ 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is