Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2015 02:01

VLFA stefnir Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Verkalýðsfélag Akraness ætlar að stefna Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Forsaga málsins er að félagið á í kjaradeilu við launasnefnd sambandsins. Þar brýtur á ákvæði í svokölluðu SALEK-samkomulagi sem gert var af heildarsamtökum launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði í lok októbermánaðar. Fulltrúar þessara samtaka unnu síðustu þrjú ár undir forystu ríkissáttasemjara að því að innleiða samkomulag sem á að fela í sér bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi til að tryggja atvinnulífinu stöðugleika og launafólki auknum ávinningi að norrænni fyrirmynd. Með samkomulaginu á að tryggja varanlega aukningu kaupmáttar á Íslandi á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunnar og lægri vaxta. Aðilar samkomulagsins telja að með því sé lagður grunnur að sátt á vinnumarkaði, auknu samstarfi og minni átökum. Ennfremur er stefnt að auknum efnahagslegum og félagslegum stöðugleika í landinu.

 

 

Forysta Verkalýðsfélags Akraness telur hins vegar að þetta samkomulag feli í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur því með því sé verið að taka frjálsa samningsréttinn af einstökum stéttarfélögum. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands hafnar því að SALEK-samkomulagið brjóti á rétti stéttarfélaga. Hið sama gerir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í samtali við Morgunblaðið í gær segir hann að stefna Verkalýðsfélags Akraness sé algerlega tilhæfulaust og byggð á grundvallarmisskilningi.

Stefna Verkalýðsfélagsins var afhent Félagsdómi á mánudag sem fer yfir það hvort á henni séu einhverjir annmarkar. Eftir að niðurstaða á því mati liggur fyrir verður hún afhend fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is