Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2015 04:00

Safnahúsið stendur fyrir menningarveislu í nóvember

Fjölbreytt dagskrá verður í Safnahúsi Borgarfjarðar nú í nóvember. Árlegt sagnakvöld hússins verður kl. 20 fimmtudaginn 12. nóvember. Það er árlegur viðburður á vegum Héraðsbókasafns þar sem það helsta í borgfirskri útgáfu er kynnt og lesið upp úr nokkrum nýjum bókum. Dagskráin tekur um klukkutíma og heitt verður á könnunni á eftir. Að venju verða bækur seldar á staðnum og áritaðar sé þess óskað. Lesið verður upp úr eftirtöldum bókum: Þá hló Skúli - ævisaga Skúla Alexanderssonar alþingis- og athafnamanns á Hellissandi, eftir Óskar Guðmundsson; Undir Fíkjutré -  saga af trú, von og kærleika eftir Önnu Láru Steindal og er saga innflytjandans Ibrahem Al Danony Mousa Faraj og bókin Sindur - ljósbrot frá eyðibýli eftir Ólöfu Þorvaldsdóttur þar sem fjallað er um Narfastaði í Melasveit. Fjórða atriðið á dagskránni er tónlist eftir unga tónlistarkonu úr Borgarfirði; Soffíu Björgu Óðinsdóttur. Soffía er meðlimur í Vitbrigðum Vesturlands, er með BA gráðu í almennum tónsmíðum og hefur vakið athygli fyrir fallega rödd og ríka tónlistargáfu. Soffía vinnur nú að upptökum á plötu með eigin tónsmíðum og flytur hún efni af henni á sagnakvöldinu.

Laugardaginn 14. nóvember kl. 11 verður fyrirlestur og kynning á bókinni Utangarðs? Ferðalag til fortíðar eftir Halldóru Kristinsdóttur og Sigríði H. Jörundsdóttur. Bókin er myndskreytt af Halldóri Baldurssyni. Fyrirlesturinn er á vegum Héraðsskjalasafns og er efnt til hans í tilefni af norræna skjaladeginum sem haldinn er hátíðlegur af skjalasöfnum víða á Norðurlöndum. Í fyrirlestrinum verður m.a. sagt frá Svani Jónssyni frá Grjóteyrartungu og Kristínu Pálsdóttur sem fædd var að Eystri-Leirárgörðum og var síðar víða í Borgarfirði, m.a. á Gilsbakka.  Boðið verður upp á kaffi að lokinni dagskrá.

Að lokum skal þess getið að kl. 13 laugardaginn 21. nóvember verður opnuð ný sýning í Hallsteinssal. Hún hefur hlotið heitið „Leikið með strik og stafi“ og þar sýnir Bjarni Guðmundsson forstöðumaður Landbúnaðarsafnsins á Hvanneyri verk sem hann kallar myndyrðingar. Verður það verkefni nánar kynnt síðar.

Aðgangur að viðburðunum er ókeypis en söfnunarbaukur á staðnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is