Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2015 10:01

Reykhólahreppur keppir í Útsvari í kvöld

Reykhólahreppur tekur fyrsta sinni þátt í Útsvari í kvöld, þegar lið sveitarfélagsins mætir Fjallabyggð. Liðsmenn hittust í húsakynnum LbhÍ á Hvanneyri síðastliðinn föstudag og tóku létta æfingu. Kristján Gauti Karlsson, blaðamaður á Skessuhorni, er einn þeirra sem skipar lið Reykhólahrepps. Hann sagði í samtali við sjálfan sig að liðsmenn hefðu hist fyrir tilviljun á Hvanneyri. „Ekkert okkar er búsett á Hvanneyri en þarna vorum við öll saman komin og fleiri til. Þetta var ótrúleg tilviljun og enn undarlegra að við vorum öll með nesti. Kannski var skrifað í skýin að við skyldum hittast þarna,“ segir hann. „En við ákváðum því að nýta tækifærið og æfa okkur aðeins. Við hituðum upp með nokkrum hringjum í spurningaspilum og svo var dregið um hver skyldi leika í þættinum eftir viku. Að lokum horfðum við saman á þáttinn,“ bætir hann við.

Lið Reykhólahrepps skipa, auk Kristjáns Gauta, Ólína Kristín Jónsdóttir og Guðjón Dalkvist Gunnarsson, en bæði eru þau hokin af reynslu úr allskyns spurningakeppnum. „Þau eru margfaldir sigurvegarar úr spurningakeppni Reykhóladaganna auk þess sem Ólína hefur verið fastur gestur í liði Barðstrendingafélagsins í Spurningakeppni átthagafélaganna,“ segir Kristján Gauti og bætir því við að hann sjálfur búi einnig að nokkurri reynslu á þessu sviði. „Ég var einu sinni spyrill á pöbbkvissi og svo hef ég oft keppt við pabba í Trivial Pursuit og nokkrum sinnum verið svo nálægt því að vinna hann að ekki hefur munað nema örfáum kökusneiðum.“

Aðspurður um sigurlíkur Reykhólahrepps í fyrstu viðureigninni kveðst hann binda miklar vonir við að liðsmenn Fjallabyggðar verði fjarri góðu gamni vegna veðurs. „Það myndi tryggja okkur nokkuð þægilegan sigur,“ segir Kristján Gauti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is