Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2015 08:01

Álaveislan í Ferjukoti – í minningu Þorkels Fjeldsted

Á hverju hausti í um aldarfjórðung hefur verið haldin álaveisla í Ferjukoti á bökkum Hvítár í Borgarfirði. Glerálar, en svo nefnast seiði ála ganga upp Hvítána og í Ferjukotssíkin sem liggja upp í Ferjubakkaflóann norðan Hvítár. Þar ala þessir dularfullu fiskar aldur sinn til fullorðinsára að þeir hverfa á braut til hafs þar sem þeir hrygna í Þanghafinu lengst suður í Atlantshafi. Lirfur og seiði rekur svo aftur norður á bóginn með Golfstraumnum að ströndum Evrópulanda, þar með talið Íslands. Svona er lífshringur flestra Ferjubakkaálanna, nema þá helst þeirra sem veiðast á haustin og fara í álaveisluna hvaðan þeir eiga ekki afturkvæmt.

 

Það er eftirvænting í loftinu þegar blaðamaður Skessuhorns ekur síðasta laugardagskvöld októbermánaðar í hlað í Grenigerði rétt ofan við Borgarnes. Þar búa hjónin Páll Jensson og Rita Bach. Undanfarið hafa þau stundað álaveiðar í gildrur í Ferjukotssíkjum til að útvega hráefni í álaveisluna. Páll og Rita eru fjölmörgum að góðu kunn. Þau fluttust til Íslands fyrir um það bil 50 árum síðan, settust að í Borgarfirði og hafa alið aldur sinn hér og eru löngu orðin Íslendingar.  

 

Blaðamaður Skessuhorns var gestur í álaveislunni í Ferjukoti sem haldin var í ár. Veislan var haldin í minningu Þorkels Fjeldsted frá Ferjukoti, sem lést fyrir tæpu ári eftir snarpa en harða baráttu við krabbamein. Í Skessuhorni vikunnar má finna frásögn frá álaveislunni ásamt fjölda mynda.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is