Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2015 11:01

Sinnir verkefnum sem snúa að eldvörnum, nýsköpun og bættu vinnuumhverfi

Segja má að Guðmundur Hallgrímsson á Hvanneyri hafi ýmis járn í eldinum og yfirleitt er hann ekki að feta í spor annarra. Nýsköpun í brunavörnum, bætt vinnuskilyrði bænda og aðbúnaður búpenings eru hans ær og kýr. Undanfarin misseri segir Guðmundur að verkefnin sem tekið hafi hug hans séu einkum þrjú. Í fyrsta lagi hefur hann þróað og prófað færanlegt úðakerfi sem hægt er að leggja út komi upp sinu- eða gróðureldar, í því skyni að hefta útbreiðslu þeirra. Hin verkefnin snúa að bændum og búskap til sveita og má segja að Guðmundur búi vel af reynslu því hann var um langt árabil bústjóri kennslubúsins á Hvanneyri, var þá aldrei kallaður annað en Guðmundur ráðsmaður og titlar sig reyndar sem slíkur í símaskrá. Hann ferðast milli fjósa og fræsir hálkuvarnir fyrir kýr í sleip fjósgólf. Loks hefur Guðmundur á síðustu misserum þróað verkefnið sem hefur vinnuheitið „Búum vel – öryggi, heilsa, umhverfi.“ Verkefnið snýst um að heimsækja bændur sem ráðgjafi, ekki eftirlitsmaður, og ræða við þá um öryggis-, heilsu- og umhverfisþætti í víðustum skilningi. Sitthvað kemur þar upp og ekki laust við að gott geti reynst að vera mannþekkjari og ekki skemmdi grunnþekking í sálfræði heldur. Skessuhorn fékk að heyra undan og ofan af þessum verkefnum sem Guðmundur ráðsmaður er að fást við.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is