Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2015 09:01

Viðskiptavinir gefa gistiheimilinu háa einkunn

Sólveig Jóna Jóhannesdóttir hóf rekstur með gistiheimili að Móum, við rætur Akrafjalls, fyrir meira en áratug. Hún er enn að og segir meira að gera en nokkru sinni fyrr. Að Móum býður hún upp á gistingu, bæði inni í húsi sínu og í tveimur litlum húsum sem standa á lóðinni. Hún auglýsir eingöngu á bókunarvefnum Booking.com og hefur í tvígang fengið viðurkenningar frá vefnum, eftir að viðskiptavinir hafa gefið fyrirtækinu góða einkunn. Solla á Móum, eins og hún er jafnan kölluð, fluttist að Móum árið 1998 ásamt eiginmanni sínum Haraldi Jónssyni. Árið 2004 stofnaði hún fyrirtækið Guesthouse Móar. „Ég ætlaði fyrst að vera með hundahótel hérna. Svo kom í ljós að ég mátti ekki hafa hundana í innihúsi, heldur þurfti ég að hafa þá í útihúsi sem ég var ekki með þá,“ segir Solla. Hún ákvað því að loka hundahótelinu og vinda sér í ferðaþjónustuna. „Ég fór út í þetta því mig langaði að fá mér vinnu. Ég er svona félagslyndur einfari, þarf að geta ráðið mér sjálf og gert það sem ég vil. Þannig að þetta hentar mér rosalega vel,“ bætir hún við. Hún segir að það hafi verið skrítið að taka ókunnugt fólk inn á heimilið til að byrja með. „Það venst samt ótrúlega vel. Það getur samt verið rosalega erfitt að taka fólk inn á heimilið. Það er aldrei friður og maður þarf látlaust að vera vakandi yfir því hvað er að gerast.“

 

Í Skessuhorni vikunnar er spjallað við Sollu á Móum í Hvalfjarðarsveit um gistiheimilið, gönguferðir, fótbolta og sitthvað fleira.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is