Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2015 08:01

Hollvinasamtökin færa heilsugæslustöðvunum blóðþrýstingsmæla

Síðastliðinn laugardag færðu Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Vesturlandsvaktin, heilsugæslustöð HVE í Borgarnesi að gjöf sólarhrings mælitæki fyrir blóðþrýsting. Öllum heilsugæslustöðvum í umdæmi HVE verður í framhaldinu afhent samskonar búnaður, þ.e. á Akranesi, í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Búðardal, Hólmavík og Hvammstanga. Fram kom við afhendingu tækisins að það komi til með að létta störf lækna og hjúkrunarfólks og ekki síður spara sjúklingum sporin. Gott sé að slík tæki verði til afnota á öllum heilsugæslustöðvunum. Búnaðurinn í allar stöðvarnar kostar um þrjá milljónir króna. Við afhendingu á sneiðmyndatækinu á Akranesi í vor, sem Hollvinasamtökin beittu sér fyrir söfnun á, kom fram að næsta verkefni félagsins væri að safna fyrir heilsugæslustöðvarnar og gefa búnað sem nýttist á öllu starfssvæðinu. Það var Steinunn Sigurðardóttir formaður Hollvinasamtakanna sem afhenti Guðjóni Brjánssyni forstjór HVE búnaðinn, en Linda Kristjánsdóttir læknir í Borgarnesi tók síðan við honum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is