Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. nóvember. 2015 11:01

Internetið er hluti af því að vera til í dag

„Ég byrjaði hér í ágúst eftir að ný staða var búin til og hef umsjón með öllum tölvum, nettengingum og í raun allri upplýsingatækni sveitarfélagsins,“ segir Gestur Andrés Grjetarsson, umsjónarmaður tölvumála hjá Borgarbyggð. Hann er þeirrar skoðunar að brýn þörf hafi verið á þessari nýju stöðu hjá sveitarfélaginu. „Kerfið er frekar stórt og dreift og vinna er þegar hafin við að einfalda það, endurnýja búnað, samræma og samnýta hluti svo hægt sé að og auka hagkvæmnina.“ Gestur Andrés er eldri en tvævetur í heimi upplýsingatækninnar og þaulreyndur á því sviði. Hann stofnaði Islandia internet á sínum tíma, fór næst yfir til Nýherja og þaðan til Íslandssíma.

„Þar fékk ég það frábæra verkefni að byggja upp netþjóninn þeirra, sem heitir Vodafone í dag,“ segir Gestur. „Ég kom að stofnun strik.is, tsl.is og yx.is, fyrstu frínetanna. Árið 1999 var nefnilega gríðarlegur vilji og metnaður hjá stjórnendum Íslandssíma að vera á undan Búnaðarbankanum að bjóða upp á frínet, svo sem fríar upphringingar og tölvupóst. Áður var þessi þjónusta í rándýrri áskrift. Fyrstu tíu þúsund frínetsnotendurnir fengu aðganginn sinn afhentan á aðfangadag 1999,“ segir Gestur og brosir.

Þegar verkefnum hans hjá Íslandssíma var lokið færði hann sig til Íslenskrar erfðagreiningar. „Þar fékk ég það verkefni að byggja upp tölvuklasakerfi í líftækni notað við erfðarannsóknir.  Það var frábært verkefni og dásamleg reynsla að fást við það og taka þátt í því.“ Að því verkefni loknu starfaði Gestur sem verktaki og sjálfstæður atvinnurekandi allt þar til hann tók við nýrri stöðu hjá Borgarbyggð. „Í þessu starfi nýtist öll sú reynsla sem ég hef viðað að mér í gegnum árin,“ segir hann.

 

Spjallað er við Gest Andrés kerfisstjóra hjá Borgarbyggð í Skessuhorni vikunnar um kvikult starf tölvumannsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is