Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2015 06:01

Glens og gaman í Hernámssetrinu að Hlöðum

Ærsla- og spunaverkið Þjónn í súpunni verður nú tekinn til sýninga á Hernámssetrinu á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Nú í nóvember og desember verður boðið upp á jólahlaðborð um leið og leikurinn verður framkvæmdur með gestum. Blaðamaður Skessuhorns var viðstaddur forsýningu, svokallaða generalprufu, síðastliðinn laugardag þar sem salurinn var fullur af gestum. Óhætt er að segja leikritið kom mjög skemmtilega á óvart. Fólk bókstaflega grét af hlátri yfir matnum.

 

Þessi gamanfarsi var fyrst sýndur í Iðnó sumarið 1998 þar sem Bessi Bjarnason, Edda Björgvinsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Stefán Karl Stefánsson fóru með hlutverk. Þar sló gjörningurinn í gegn og hefur síðan verið sýndur víðar um land.

 

Nú verður boðið upp á Þjón í súpunni á Hernámssetrinu á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Leikstjóri er María Sigurðardóttir en hún stýrði einnig verkinu þegar það var fyrst sett upp í Iðnó. María hefur nú endurskrifað verkið og lagað það að aðstæðum í Hernámssetrinu. Sýnt verður fram undir jól þar sem gestum verður jafnframt boðið upp á jólahlaðborð. Í hlutverkum fyrsta kastið verða þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Aðalbjörg Árnadóttir og Jónmundur Grétarsson. Seinna munu svo feðginin Edda Björgvinsdóttir og Björgvin Franz Gíslason stíga inn sem leikendur ásamt fleirum. Allir leikarar sem koma að sýningunni eru atvinnufólk sem starfar alla jafna í leikhúsum landsmanna.  

 

Hlátur og gleði

 

Þjónn í súpunni er öðrum þræði spunaverk þar sem leikararnir þjóna til borðs meðan áhorfendur sitja að snæðingi. Það gerir ákveðnar kröfur til þeirra um að lesa í gestina hverju sinni, bregðast við viðbrögðum þeirra og spinna frítt út frá þeim aðstæðum sem geta komið upp. Þetta getur skapað mjög fyndnar uppákomur. Leikararnir sem stóðu fyrir sprellinu á Hernámssetrinu fóru á kostum og kunnu að nýta sér það til hins ýtrasta. Gestir skemmtu sér konunglega og það var mikið hlegið.

 

Hernámssetrið á Hlöðum hentar sömuleiðis ákaflega vel fyrir leikrit af þessu tagi þar sem jafnframt er boðið upp á veislumat og aðrar veitingar. Sem gamalt félagsheimili er húsið útbúið með sviði sem kemur sér vel þegar svona stykki er sett upp. Hernámssetrið er sömuleiðis vel búið af ýmsum áhugaverðum munum sem gaman og fróðlegt er að skoða áður en sest er að borðum og fjörið hefst. Það er alveg óhætt að mæla með því að fólk fari og njóti Þjónsins í súpunni um leið og bæði bragðlaukar og hláturtaugar eru kitlaðar á aðventunni. Þetta er hin besta skemmtun.

 

Magnús Þór Hafsteinsson

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is