Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2015 05:01

Leiðtogadagur GBF og flóamarkaður á Hvanneyri

Fimmtudaginn 5. nóvember síðastliðinn var leiðtogadagur í öllum deildum Grunnskóla Borgarfjarðar. „Leiðtoginn í mér“ er hugmyndafræði fyrir skóla sem byggir á bók Steven R. Covey: 7 venjur til árangurs. Markmið hennar er að byggja upp sterka einstaklinga í leik og starfi. Hver einstaklingur fær aðstoð við að blómstra og vinna út frá sínum eigin styrkleikum, læra að bera ábyrgð á eigin ákvörðunum og þannig móta líf sitt til hins betra ásamt því að þroska samskiptahæfni nemenda og starfsfólks.

Blaðamaður Skessuhorns leit við í Hvanneyrardeild GBF að morgni fimmtudagsins þar sem móttökuleiðtogar buðu gesti velkomna og sýndu þeim skólann. Tónlistarleiðtogar fluttu Blómadansinn af miklu öryggi og innlifun fyrir gestina og jólakortaleiðtogar kynntu jólakortaverkefni sitt, sem er söfnun fyrir góðgerðarstarf í nærumhverfi nemenda eða innanlands. Leiðtogarnir höfðu tekið til sýnishorn af vinnu sinni á hverju stigi og útskýrðu fyrir gestunum með hver af venjunum sjö væri viðfangsefni hverju sinni. Söluleiðtogar kynntu vinnu sína og undirbúning fyrir flóamarkað Hvanneyrardeildarinnar sem hófst formlega seinna um daginn. Að lokum buðu kaffileiðtogar gestum og gangandi upp á ilmandi kaffibolla og hafrakökur sem þeir bökuðu sjálfir. Allir þessir frábæru leiðtogarnir sinntu hlutverki sínu af miklu sjálfsöryggi og gleði.

 

Flóamarkaður til styrktar börnum á flótta

 

Þegar klukkan sló þrjú hófst svo flóamarkaðurinn sem gestum leiðtogadagsins hafði verið kynntur um morguninn. Krakkarnir flökkuðu á milli leiðtogahlutverka á flóamarkaðnum, fluttu tónlistaratriði, sögðu sögur, sinntu sölumennsku á markaðnum, bökuðu vöfflur og seldu kaffi.

Margir gerðu sannkölluð reyfarakaup á flóamarkaðnum og viðskiptavinir gengu út með allt frá bangsa upp í húsgögn. Að markaði loknum kom í ljós að sala gekk vonum framar og alls söfnuðust um 36 þúsund krónum. Peninginn ætla krakkarnir að láta renna óskiptan til Unicef til styrktar börnum á flótta í Sýrlandi. Einnig skilaði kaffisalan prýðilega í sjóð nemenda Hvanneyrardeildar.

 

Fleiri myndir frá leiðtogadeginum og flóamarkaðinum má sjá í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is