Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2015 04:00

Skrifuðu bók um utangarðs- og förufólk á Vesturlandi og Vestfjörðum

Um þessa helgi munu höfundar bókarinnar „Utangarðs? Ferðlag til fortíðar“ kynna bók sína hér á Vesturlandi. Bókin segir frá utangarðs- og förufólki á Vesturlandi og Vestfjörðum frá síðari hluta 18. aldar og fram á fyrstu ár 20. aldar. Saga þessara einstaklinga er rakin og dregin fram skjöl og handrit sem þeim tengjast. Höfundar bókarinnar eru þær Halldóra Kristinsdóttir og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir og myndskreytingar gerði Halldór Baldursson. Ugla útgáfa gefur út bókina sem kom í gær.

 

Féllu ekki inn í samfélagið

 

Að sögn Sigríðar má rekja upphaf verkefnisins til ársins 2012 þegar hugmyndin um að halda sýningu um utangarðsfólk vaknaði meðal starfsmanna Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. „Sumarið 2013 var sýning um utangarðsfólk opnuð í safninu í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Grunntónn sýningarinnar var umfjöllun um einstaklinga sem féllu ekki inn í hið þrönga sveitarsamfélag 19. aldar og voru því utangarðs, um lengri eða skemmri tíma. Sem kornabörn áttu flestir þessir einstaklingar lífið fyrir sér en örlögin höguðu því svo að eitthvað varð til þess að þeir urðu á skjön við samfélag sitt. Sumir fæddust fatlaðir, aðrir veiktust alvarlega og enn aðrir fengu í vöggugjöf hæfileika sem voru ekki metnir að verðleikum. Breytingar á fjölskylduhögum fólks, svo sem eins og andlát maka eða ást sem brást, gátu líka orðið til þess að það færðist út í jaðar samfélagsins,“ segir Sigríður Hjördís. Á áðurnefndri sýningu voru sýnd ýmis handrit og skjöl sem tengdust því utangarðsfólki sem fjallað var um. Handritin eru varðveitt á handritasafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns þar sem höfundar bókarinnar vinna. „Þessi sýning vakti nokkra athygli og komu ýmsir að máli við okkur um hvort ekki ætti að gera bók um þetta efni.“

 

Nánar er rætt við Sigríði í Skessuhorni vikunnar. Þar má einnig lesa kafla úr bókinni um tvo bræður sem ekki áttu auðvelda ævi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is