Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2015 05:01

Starfsfólk HVE átti hitting í Borgarnesi

Síðastliðin laugardag efndu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vesturlands til svokallaðs Hittings í tilefni fimm ára afmælis stofnunarinnar. Komið var saman í Hjálmakletti í Borgarnesi. Að sögn Guðjóns Brjánssonar forstjóra voru þetta starfsmenn af öllum átta starfsstöðvum stofnunarinnar, alls meira en 160 manns. Í upphafi ávarpaði Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar gestina og síðan var snæddur saman kvöldverður. Guðjón S. Brjánsson forstjóri rakti aðdraganda og sögu sameiningar heilbrigðisstofnana á Vesturlandi og þakkaði starfshópi sem vann að undirbúningi samkomunnar fyrir vel skipulagt verkefni. Fjölbreytt dagskrá var að hætti starfsmanna af öllu svæðinu. Þá voru starfsmenn með 25 – 40 ára samfelldan starfsaldur í heilbrigðisþjónustu í umdæminu heiðraðir en þeir eru 79 talsins, þar af eru þrettán starfsmenn HVE sem unnið hafa í 40 ár eða lengur.

 

Sjá fleiri myndir frá hittingnum í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is