Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2015 10:00

Into the Glacier hlaut nýsköpunarverðlaun SAF

Into the Glacier, ísgöngin í Langjökli, hlutu í gær nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2015. Í fréttatilkynningu frá SAF segir að verkefnið sem hlýtur verðlaunin í ár sé afar metnaðarfullt, einstakt á heimsvísu og mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi sem og landinu öllu. Í rökstuðningi dómnefndar segir að ísgöngin séu eftirtektavert verkefni og dæmi um draum sem verður að veruleika. „Það þarf dug, kjark og þor til að nýta jökul sem afþreyingarmöguleika í ferðaþjónustu. Í þessu verkefni fer saman hugsjón, áhugi, ástríða og kraftur frumkvöðla ásamt þekkingu vísindafólks, verkfræðinga, björgunarsveitafólks og fjármagn til að skapa einstaka upplifun og afþreyingarmöguleika sem á engan sinn líka í heiminum. Íshellirinn hefur eflt framboð afþreyingar á Vesturlandi og gefið ferðafólki ærið tilefni til lengri dvalar á svæðinu.“ Þá er álit dómnefndar að tilvist Into the Glacier sé hvatning til nýsköpunar og áframhaldandi vöruþróunar í ferðaþjónustu á landsvísu. Í þessum nýja afþreyingarmöguleika felist mörg tækifæri í auknu samstarfi á milli ferðaþjónustuaðila í margskonar vöruþróun sem stuðlar að dreifingu ferðafólks um landsbyggðina og efli heilsársþjónustu ferðaþjónustufyrirtækja. „Nýverið var Vesturland kosið einn af áhugaverðustu áfangastöðum heims af Lonely Planet en nokkuð víst má telja að ísgöngin séu liður í þeirri viðurkenningu áfangastaðarins.“

Nýsköpunarverðlaun SAF eru afhent árlega fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið með verðlaununum að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar. Þetta er í tólfta sinn sem verðlaunin eru veitt en í ár bárust 18 ólíkar tilnefningar í samkeppninni um verðlaunin. Dómnefndin var skipuð Maríu Guðmundsdóttur fræðslustjóra SAF, Þóru Björk Þórhallsdóttur félagsmanni í SAF og Kristínu Sóleyju Björnsdóttur forstöðumanni Rannsóknamiðstöðvar ferðamála. Það var Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem afhenti verðlaunin við hátíðlega og fjölmenna athöfn á afmælisdegi samtakanna, en í gær voru 17 ár liðin frá stofnun þeirra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is