Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2015 02:35

Kemst ekki af bæ á sprungnum hjólastól

Andrés Ólafsson býr á Hvanneyri í Borgarfirði. Eftir bílveltu fyrir tíu árum hefur hann verið bundinn í hjólastól. Andrés á bíl og getur ekið þangað sem hann vill, en er engu að síður háður útistólnum, sem hann segir í hlutverki fótanna í hans tilfelli, án stólsins komist hann ekki út úr bílnum og ferða sinna. Fyrir þremur dögum sprakk á dekki undir útistólnum hans Andrésar. Á þriðjudagsmorgun hringir hann í Sjúkratryggingar Íslands, stofnunina sem tekið hefur yfir hlutverk Hjálpartækjabanka Tryggingastofnunar. Í ljós kom að varahluturinn var ekki til hjá stofnuninni og reiðhjólaverkstæði eru ekki viðurkenndir birgjar hjá Sjúkratryggingum. Dekk undir útihjólastól eru þau sömu og undir reiðhjólum. „Þjónustan hefur versnað hjá Sjúkratryggingum. Þar er fólk ekki sérhæft í ákveðnum hópum fólks með misjafnar þarfir. Eftirfylgni er því ekki sú sama og var og þjónustustigið er einfaldlega ekki nógu hátt,“ segir Andrés sem býst ekki við því að fá nýtt dekk undir hjólastólinn sinn fyrr en í næstu viku í fyrsta lagi. „Þetta er náttúrlega engan veginn í lagi. Þarna eiga menn í fyrsta lagi að eiga til svona algenga varahluti á lager og í öðru lagi að sýna þá þjónustulund að útvega hann ef mögulegt er þannig að málið sé leyst og helst helst samdægurs,“ segir Andrés Ólafsson.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is