Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2015 02:08

Snæfell gersigraði Hamar með 57 stiga mun

Snæfell mætti Hamri í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik í íþróttahúsinu í Stykkishólmi í gærkvöldi. Íslandsmeistararnir hafa farið vel af stað í vetur en gestirnir úr Hveragerði vermdu aftur á móti botnsæti deildarinnar. Getumunur liðanna var ljós strax frá fyrstu mínútu. Leikmenn Snæfells byrjuðu af krafti en leikur gestanna var tilviljanakenndur og skoruðu þeir aðeins tvö stig í fyrsta leikhluta gegn 25 stigum Snæfells. Þegar flautað var til leikhlés var staðan 48-17, Snæfelli í vil.

 

Leikmenn Snæfells þjörmuðu enn frekar að gestunum allan síðari hálfleikinn og þegar flautað var til leiksloka var munurinn orðinn hvorki meiri né minni en 57 stig, 89-32 og enn einn stórsigur Snæfells staðreynd.

 

Þess má geta að Hamri hlotnaðist með þessum leik sá vafasami heiður að eiga lægsta stigaskorið í leik í vetur. „Metið“ hirti liðið af Val, sem einnig skoraði fæst stig sín á móti Snæfelli.

 

Haiden Palmer skoraði 17 stig fyrir Snæfell og tók sjö fráköst. Rebekka Rán Karlsdóttir skoraði 15 stig, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14 og báðar náðu þær fimm fráköstum.

 

Eftir leikinn í gær er Snæfell í öðru sæti deildarinnar með tólf stig eftir sjö leiki. Næsti leikur liðsins fer fram laugardaginn 14. nóvember næstkomandi þegar liðið mætir Stjörnunni í Ásgarði í Garðabænum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is