Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. nóvember. 2015 09:01

Byr SH kemur í stað Jóns Hákons BA

Vélbáturinn Byr SH 101 sem skráður er í Grundarfirði stendur nú uppi í skipalyftunni hjá Þorgeiri & Ellert á Akranesi. Undanfarin ár hefur þessi bátur legið í Hafnarfjarðarhöfn. Byr SH hefur verið keyptur af útgerð bátsins Jóns Hákons BA 60 sem sökk út af Aðalvík á Vestfjörðum 7. júlí í sumar. Einn maður fórst í slysinu en þrír björguðust naumlega. Slysið hefur vakið mikla umræðu á síðustu vikum þar sem meðal annars er rætt um að hífa flak bátsins upp svo komast megi að raun um hvað olli því að hann sökk. Hvað sem því máli líður þá er ljóst að útgerðin sem átti Jón Hákon BA hyggst halda áfram og hefur þannig tryggt sér Byr SH í staðinn. „Byr SH er nú í viðhaldi hjá okkur. Það þarf meðal annars að skipta um nokkrar tærðar plötur í botninum á honum og lagfæra lensikerfi,“ segir Valgeir Valgeirsson verkstjóri hjá skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts við Skessuhorn.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is