Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2015 11:44

Þrjú af tíu bestu hótelum landsins eru á og við Snæfellsnes

Í gær birti einn víðlesnasti íslenski ferðaupplýsingavefurinn; Guide to Iceland, lista yfir tíu bestu hótelin á Íslandi. Þrjú þessara hótela eru á Snæfellsnesi og við Breiðafjörð en það eru Hótel Búðir í Snæfellsbæ, Hótel Egilsen í Stykkishólmi og Hótel Flatey á Breiðafirði. Það vekir jafnframt athygli að einungis eitt af tíu bestu hótelunum eru í Reykjavík og því er landsbyggðin að koma sterkt út.

„Ferðmannastraumurinn hefur aukist jafnt og þétt á Íslandi síðastliðin ár og er nú orðin einn af undirstöðuatvinnuvegum landsins. Við hér á Snæfellsnesinu höfum ekki farið varhluta af þessari þróun og leggja aðilar í ferðaþjónustu sig alla fram um að veita ferðamönnum góða þjónustu og eftirminnilega upplifun af dvöl sinni á Snæfellsnesinu. Nýverið hefur Snæfellsnes og Vesturland verið tilnefnt sem eitt af áhugaverðustu svæðunum að heimsækja fyrir ferðamenn af tveimur virtum og víðlesnum tímaritum. Annars vegar Condé Nast Traveller og hins vegar af Lonely Planet. Þessi tímarit hafa auk þess bent á Hótel Egilsen og Hótel Búðir sem góð hótel. Þetta er mjög góð og mikil auglýsing fyrir Snæfellsnesið einkum þar sem ferðamannastraumurinn hefur að mestu legið um Suðurlandið. Allar þessar umfjallanir eru vísbending um að aðilar í ferðaþjónustu á Snæfellsnesinu eru að vinna gott starf sem kemur til með að skila auknum fjölda ferðamanna á svæðið jafnt sumar sem vetur,“ segir Þórhildur Einardóttir markaðsstjóri hjá Gistiveri ehf. sem rekur Hótel Egilsen í Stykkishólmi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is