Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Sunnudagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2015 11:12

Snæfell tapaði stórt fyrir KR

Snæfell mætti Íslandsmeisturum KR í Domino‘s deild karla í körfuknattleik í Vesturbænum í gærkvöldi. Heimamenn tóku frumkvæðið strax í upphafi en það gekk á með skini og skúrum í leik Snæfells. Þeir rauðklæddu héldu í við KR-inga í fyrsta leikhluta en eftir það fór Vesturbæjarliðið að slíta sig frá gestunum og staðan í hálfleik var 55-32, KR í vil.

 

Leikmenn Snæfells byrjuðu þriðja leikhlutann ágætlega en leikur liðsins í síðari hálfleik var engu að síður kaflaskiptur, rétt eins og sá fyrri. KR-ingar juku hægt og rólega forskot sitt og unnu að lokum 39 stiga sigur, 103-64.

 

Atkvæðamestur hjá Snæfelli var bakvörðurinn Sherrod Wright. Hann skoraði 18 stig og tók átta fráköst. Sigurður Þorvaldsson skoraði 15 stig og tók sex fráköst og Austin Bracey skoraði 11 stig.

Eftir leikinn í gær er Snæfell i 10. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir sex leiki. Í næsta leik tekur liðið á móti Tindastóli, fimmtudaginn 19. nóvember.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is