Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2015 12:44

Endurheimti stolna myndavélartösku eftir fimm ár

Ónefndur áhugaljósmyndari varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu fyrir tæpum fimm árum að myndavélartösku með ýmsum búnaði, svo sem fjórum linsum, auk ökuskírteinis var stolið á Breiðinni á Akranesi. Þrátt fyrir að lýst hafi verið eftir vitnum og búnaðinum kom hann ekki fram. Nú hefur taskan og allur búnaðurinn hins vegar endurheimst og má þakkað það árvekni eigandans og viðbragðsflýti lögreglu. „Síðustu tveir dagar hjá mér hafa hreint út sagt verið eins og í bíómynd. Eins og mörg ykkar muna efalaust eftir þá var ég fyrir fimm árum að taka myndir við Akranesvita og tapaði myndavélatöskunni minni með búnaði fyrir nokkur hundruð þúsund krónur. Svo gerðist það ótrúlega í fyrradag að ég rak augun í auglýsingu á bland.is þar sem auglýstar voru linsur sem litu kunnuglega út. Ég mundi að ég hafði sent lögreglunni serial númer á linsunum og bar saman við það sem ég sá á myndinni og BINGÓ,“ segir eigandi búnaðarins, sem vill ekki láta nafns síns getið. Hann hafði samband við lögregluna sem brást skjótt við og endurheimti töskuna í gærkvöldi. Í töskunni var hver einasti hlutur sem var í henni þegar henni var stolið fyrir fimm árum, meira að segja ökuskírteini viðkomandi. „Ég er í hálfgerðu sjokki með þetta allt saman en vil þakka lögreglunni fyrir hennar part í þessu sem var til fyrirmyndar.“

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is