Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2015 01:13

Tveir Hólmarar á þingi

Vinirnir Sigurður Páll Jónsson og Lárus Ástmar Hannesson úr Stykkishólmi sitja þessa dagana báðir á Alþingi, en þeir eru eins og kunnugt er varaþingmenn fyrir sína flokka í Norðvesturkjördæmi. Sigurður Páll er fimmti á lista Framsóknarflokks í kjördæminu og þarf því að leysa fjóra af þegar þeir forfallast frá þingstörfum. Lárus Ástmar er annar þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og leysir nú Lilju Rafney Magnúsdóttur alþingismann af. Þetta er í fyrsta skipti sem Lárus Ástmar sest á þing. „Ég sór þingeið síðastliðinn þriðjudag og hef þegar tekið þátt í umræðum um ýmis mál. Hef meðal annars blandað mér í umfræðuna um makrílveiðar, landbúnað og málefni landbúnaðarháskólanna.“

 

Þeir Sigurður Páll og Lárus Ástmar eru góðir vinir, hafa verið saman til sjós og í hestamennskunni og eru nú félagar á þingi. „Sigurður Páll fæddist bara sem framsóknarmaður og getur ekkert að því gert,“ sagði Lárus í gamansömum tón. Lárus Ástmar er eins og kunnugt er formaður Landssambands hestamannafélaga og stendur einnig í ströngu á þeim vettvangi. Hann var einmitt staddur á skrifstofu Bændasamtaka Íslands þegar blaðamaður náði tali af honum eftir hádegið í dag, en hann undirbýr ásamt sínu fólki Landsmót hestamanna sem haldið verður að Hólum á sumri komanda.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is