Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. nóvember. 2015 12:51

Samfylkingin ætlar að fjölga ungu fólki á framboðslistum

Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram í húsnæði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í gær. Fundurinn var vel sóttur en þar var rætt sérstaklega um vinnumarkaðinn og sköpun verðmætra starfa og um þátttöku ungs fólks í stjórnmálum. Á fundinum var sýnt myndband sem sett hefur verið saman um ævi og störf Guðbjartar Hannessonar fyrrverandi þingmanns og ráðherra sem lést í síðasta mánuði, en fundinum var til að minnast Guðbjartar fundinn staður í heimabæ hans. Þá var samþykkt á fundinum tillaga Árna Páls Árnasonar formanns um að fjölga ungu fólki í efstu sætum framboðslista til næstu alþingiskosninga. „Þar með stígur Samfylkingin skrefinu lengra en aðrir flokkar til að tryggja endurnýjun og nýliðun fulltrúa í komandi kosningum,“ segir í tilkynningu frá flokksforystunni.

 

 

Miklar umræður sköpuðust á fundinum um hvernig fjölga mætti fólki á aldrinum 35 ára og yngra í forystusveit flokksins, en tilefnið var tillaga Natans Þórunnar-Kolbeinssonar og fleiri um aldurskvóta í þremur efstu sætum framboðslista Samfylkingarinnar. Í umræðum kom fram stuðningur við markmið tillögunnar, þótt deildar meiningar hafi verið um aðferðina, og var samþykkt að Samfylkingin myndi grípa til sérstakra aðgerða til þess að styðja við framgang ungs fólks og nýrra frambjóðenda fyrir kosningar vorið 2017.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is