17. nóvember. 2015 09:32
Rafmagnslaust verður í dag frá klukkan 10.30 til 11.00 frá Grundartanga að Ásfelli í Hvalfjarðarsveit. Straumur verður tekinn af línunni vegna vinnu við háspennustreng og spennistöð. „Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa,“ segir í tilkynningu og bent á bilanasímann 528-9390.