Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. nóvember. 2015 11:21

Dagskrá á Hellissandi á degi íslenskrar tungu

Á mánudaginn var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið. Dagurinn hefur verið helgaður íslensku máli og rækt við það frá árinu 1996 og er hann jafnframt fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar skálds. Nemendur í 1. til 4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi hafa undanfarin ár haldið daginn hátíðlegan. Í tilefni dagsins var pilsa- og skyrtudagur í skólanum þar sem bæði nemendur og starfsfólk mættu í skyrtu eða pilsi til að halda upp á daginn. Skóladeginum lauk svo með hátíð á sal þar sem Nemendur úr 4. bekk sögðu aðeins frá deginum og skáldinu Jónasi Hallgrímssyni. Allir nemendur sungu svo saman nokkur lög. Eitt af aðalatriðum hátíðarinnar var þó að tilkynna hver hefði unnið í smásagnasamkeppni 1. til 4. bekkjar sem fram hefur farið undanfarin ár í tilefni af degi íslenskrar tungu. Mjög góð þátttaka er alltaf og fá allir sem skila inn sögu viðurkenningarskjal. Verðlaunahafarnir lesa svo söguna sína upp á sal. Að þessu sinni var það Arnar Valur Matthíasson í 2. bekk sem hlaut verðlaunin í 1. og 2. bekk. Í 3. og 4. bekk var það Ólafur Jóhann Jónsson sem hlaut verðlaunin.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is