Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. nóvember. 2015 12:50

Brugghús Steðja kynnir nýjar bjórtegundir

„Það kemur mér í jólaskap að brugga jólabjór. Við hér á Steðja komumst í jólaskapið í september þegar við byrjuðum að smakka bjórinn til og gera hann góðan,“ segir Dagbjartur Arilíusson hjá Brugghúsi Steðja í Borgarfirði. Venju samkvæmt boða brugghús komu jólanna með jóladrykkjum sínum og að þessu sinni sendir Steðji þrjá slíka á markaðinn, tvo jólabjóra auk jólaléttöls. „Annars vegar er það Steðji jólabjór, hefðbundni jólabjórinn okkar sem er suður-þýskur millidökkur lagerbjór með lakkrís frá Góu. Hann hefur alltaf notið mikilla vinsælda,“ segir Dagbjartur. „Hins vegar er það Almáttugur, sem er porterstíll af bjór, 6% og mjög maltaður með enn meira lakkrísbragði en sá hefðbundni. Hann er svona eins og sælgætismoli eftir matinn,“ bætir hann við.

 

Báðir jólabjórarnir komu í áfengisverslanir síðastliðinn föstudag en auk þeirra býður Steðji upp á Jóla léttöl, fáanlegt í Ljómalind í Borgarnesi og verslunum Krónunnar. „Það er yfirgerjaður bjór, léttur stout með lakkrísbragði sem við niðurblönduðum með hreinu appelsínuþykkni og bættum við smá stevíu-sætuefni. Ölið er 2,15% og bragðið er mjög margslungið, þetta er mjög skemmtilegur drykkur,“ segir hann.

 

 

Að sögn Dagbjartar eru allir jóladrykkirnir 100% náttúrulegir og án viðbætts sykurs eins og aðrir bjórar brugghússins. „Þetta eru heilsudrykkir,“ segir hann léttur í bragði.

 

Brugghús Steðja tryggði sér nýverið sýningarrétt á myndbandi sem nota á í auglýsingaskyni fyrir Jólaléttölið. Áhugasamir borið það augum á facebook-síðu brugghússins.

 

Jarðarberjabjór fyrir skvísurnar

Auk þess að boða komu jólanna með gerð jólabjórs hafa bruggmeistarar Steðja undanfarið unnið að nýrri tegund af jarðarberjabjór sem hefur fengið nafnið Steðji Skvísubjór. „Þetta er léttur lagerbjór með góðu jarðarberjabragði. Við hófum samstarf við nágranna okkar í Sólbyrgi, fáum hjá þeim íslensk jarðarber í bjórinn og hann kemur virkilega á óvart,“ segir Dagbjartur en bætir því við að Steðji hafi reyndar áður boðið upp á jarðarberjabjór. „Í hann fluttum inn frostþurrkuð jarðarber en eftir að Sólbyrgi jók framleiðslu sína höfum við verið í góðu sambandi við þau og ákváðum að nota jarðarberin þeirra. Þau breyta drykknum heilmikið enda hvergi hægt að fá betri jarðarber,“ segir hann. Jarðarberjabjórinn er einnig án alls viðbætts sykurs og kemur í hillur áfengisverslana 1. desember. „Þetta er bjór fyrir allar skvísurnar,“ segir Dagbjartur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is