Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2015 08:01

Engin áform um fjölgun vindhraðamæla

Undanfarnir vetur hafa víða verið umhleypingasamir á Vesturlandi þar sem foktjón hefur orðið á fasteignum og bílar feykst út af vegum. Sem betur fer hafa þó ekki orðið manntjón og telst mildi því oft hefur hurð skollið nærri hælum. Mörgum er síðasti vetur enn í fersku minni en þá virtist ekkert lát ætla að verða á tíðum lægðagangi yfir landinu með tilheyrandi stormum og jafnvel ofsaveðrum.

 

Víða á Vesturlandi eru erfiðir kaflar á þjóðvegum þar sem sviptivindar geta valdið usla. Minna má á veginn undir norðanverðu Akrafjalli þar sem rútur hafa ítrekað fokið útaf, allir þekkja veginn undir Hafnarfjalli og hættulegir kaflar í ákveðnum vindáttum eru víða í Borgarfirði og á Snæfellsnesi. Það stendur þó ekki til að óbreyttu að vindhraðamælum verði fjölgað á vegum á Vesturlandi. „Nei, það hefur ekki komið til tals. Það sem hefur helst verið rætt um er að færa mæla nær þessum verstu stöðum. Ef veðurlag er að breytast, þá gætum við þurft að bregðast þannig við því. Sem dæmi má nefna að það hefur verið rætt að ef fólk er að koma að sunnan þá gæti það lesið af skilti í gömlu Leirársveit að það væru vindhviður við Hafnarfjall. Þá gæti fólk átt þann valkost að bíða átekta til að mynda við Fiskilæk,“ segir Ingvi Árnason svæðisstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Ingvi bendir einnig á að ferðalangar geti nálgast upplýsingar um færð á vegum í gegnum farsíma svo sem á vef Vegagerðarinnar. Einnig er hægt að fá snjallsímaforritið „Veðrið á Íslandi“ sem sýnir gögn frá næstu veðurstöð við símann á hverjum tíma.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is