Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2015 06:01

Hvalreki Gilsbakkamanna notaður í líffræðikennslu

Á miðvikudaginn í síðustu viku rak nýlega dauðan 4,5 metra langan grindhval á fjöru við Borðeyri í Hrútafirði. Samkvæmt máldaga frá 14. öld tilheyrir allur hvalreki á Borðeyri jörðinni Gilsbakka í Hvítársíðu í Borgarfirði. Áhöld eru um hvort ávinningur sé nú til dags einhver af slíkum reka, því honum fylgir jafnframt sú kvöð að eigandi hlunnindanna verður að hreinsa fjöruna. Því fór Ólafur Magnússon bóndi á Gilsbakka við fjórða mann að Borðeyri á sunnudag til að vitja um reka sinn. Lyftu þeir hvalnum með dráttarvél á kerru og fóru með hann heim. Í leiðinni sýndu þeir Ingibjörgu Daníelsdóttur sveitunga sínum á Fróðastöðum og fyrrum líffræðikennara á Varmalandi hvalinn. Vildi hún nýta þennan feng til að fræða grunnskólanemendur í héraðinu um þessi spendýr sjávar.

 

 

„Ég fékk hvalinn að láni og sýni hann í dag nemendum í Grunnskóla Borgarfjarðar. Í þessum töluðu orðum er ég á Varmalandi en fer eftir hádegið að Kleppjárnsreykjum þar sem nemendur frá Hvanneyri munu einnig koma,“ sagði Ingibjörg þegar blaðamaður heyrði í henni í gærmorgun. Hún segir að svo skemmtilega vilji til að eftirmaður sinn í starfi, Þorbjörg Kristjánsdóttir líffræðikennari frá Laxholti, er einmitt sérfræðingur á sviði hvala. Hún hafi m.a. verið í hópi síðustu tilsjónarmanna hins heimsþekkta Keikó. Fylgdist hún með Keikó þegar hann fór í sína hinstu för frá Vestmannaeyjum til Noregs þar sem hann lét lífið, saddur lífdaga eftir viðburðaríka ævi.

 

„Það er mjög áhugavert fyrir krakkana hér í sveitinni að fá að sjá svona hval. Flest þeirra hafa aldrei séð svona skepnu nema á myndum,“ sagði Ingibjörg. Hver bekkur í skólunum fékk 20 mínútna fyrirlestur um hvali meðan grindhvalurinn af Borðeyri var skoðaður úti á kerru. Aðspurð um hvort ekki væri farið að slá í hvalinn, viku eftir að hann rak á land, svaraði Ingibjörg. „Nei, ekkert að ráði. Hann er í hæsta lagi orðið pínulítið andfúll, en veðrið er hagstætt,“ svaraði hún.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is