Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2015 06:01

Brautarholtsbúið kjörið ræktunarbú ársins

Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands var haldinn sunnudaginn 15. nóvember í Borgarnesi. Tilnefnt var ræktunarbú á starfssvæði HrossVest en þann titil hlaut að þessu sinni Brautarholt á Snæfellsnesi. Þeir sem standa að hrossarækt í Brautarholti eru þeir bræður Snorri, Björn og Þrándur Kristjánssynir. Þeir eru allir félagar í Snæfellingi. Björn hefur lögheimili í Brautarholti en bræðurnir búa annars allir á höfuðborgarsvæðinu. Veitt voru verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki. Þá var veitt heiðursmerki Hrossaræktarsambands Vesturlands til einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til félags- og ræktunarstarfs í þágu hestamennskunnar á Vesturlandi. Þau hlutu Margrét Guðbjartsdótti Miklagarði í Saurbæ í Dölum, Jón Sigurðsson frá Skipanesi, Guðmundur Sigurðsson á Hvanneyri og Einar Ólafsson Söðulsholti. Gestur fundarins var Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður í hrossarækt. Hann fór í fyrirlestri yfir áherslur í starfi sínu á nýjum vettvangi.

 

Efstu hross í hverjum flokki voru eftirtalin:

Stóðhestar 7 vetra og eldri

Atlas frá Lýsuhóli 8,23

Villi frá Gillastöðum 8,22

Týr frá Miklagarði 8,19.

 

Stóðhestar 6 vetra

Skaginn frá Skipaskaga 8,60

Eyjólfur frá Einhamri II 8,08

Draupnir frá Brautarholti 8,07.

 

Stóðhestar 5 vetra

Logi frá Oddsstöðum 8,55

Hildingur frá Bergi 8,39

Finnur frá Eyri 8,36

 

Stóðhestar 4 vetra

Goði frá Bjarnarhöfn 8,14

Flygill frá Stóra-Ási 8,03

Skírnir frá Kverná 7,95

Æsir frá Efri-Hrepp 7,95

 

Hryssur 7 vetra og eldri

Arna frá Skipaskaga 8,47

Vera frá Laugabóli 8,35

Arða frá Brautarholti 8,25

 

Hryssur 6 vetra

Maja frá Búðardal 8,27

Hreyfing frá Skipaskaga 8,23

Bjarna frá Skarði 8,20

 

Hryssur 5 vetra

Kvika frá Grenjum 8,33

Vinátta frá Hellubæ 8,29

Augsýn frá Lundum II 8,28

Gná frá Syðstu-Fossum 8,28

 

Hryssur 4 vetra

Fiðla frá Einhamri II 7,91

Fluga frá Einhamri II 7,86

Kenning frá Skipaskaga 7,84.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is